top of page

Um GÁLGHAMAR

Gálghamar ehf. var stofnað á árinu 2016 til að halda utanum verkefni og
þjónustu sem ég (Þröstur Guðmundsson) býð á sviði verkfræði, verkefnis-
stjórnunar, samningagerðar, úrlausn deilumála ásamt þjálfun og kennslu. 

Ég er með Ph.D. gráðu í efnisverkfræði frá University of Nottingham í Englandi 1996, M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá University of Colorado 1992 og próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands 1989.

Ég er með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2018 með áherslu á lögfræði gerðardóma, úrlausn deilumála, verktakarétt, samningagerð og sáttamiðlun.


8. nóvember 1989 öðlaðist ég leyfi til að nota starfsheitið verkfræðingur og hef verið með alþjóðlega vottun frá IPMA (International Project Management Association) sem Certified Senior Project Manager (IPMA Level B) frá árinu 2003.

Ég hef víðtæka reynslu sem stjórnandi í verkfræði og sem verkefnisstjóri í stórum alþjóðlegum framkvæmdum og hef nýtt mér þá þekkingu við uppbyggingu og innleiðingu verkefnisstjórnunarkerfa. Ég hef mikla reynslu í ferlagreiningum í iðnaði sem og við stjórnun fyrirtækja og hef auk þess kennt talsvert í efnisfræði og verkefnisstjórnun á háskólastigi.

Ég er starfandi sáttamiðlari og félagi í Sátt, félagi sáttamiðlara.

Ítarlegri upplýsingar má finna í starfsferilsskrá minni

Gálghamar er klettur og veiðistaður við neðanverða Haukadalsá í Dalasýsl. Um Gálghamar segir svo á síðunni  http://haukadalur.gagnvegir.is/haukadalsa/

Neðar með Haukadalsá og norðan við hana, í Lækjarskógslandi, er Gálghamar, sem nefndur er Höfði í Laxdælu og Sturlungu. Þar réðu ráðum sínum Guðrún Ósvífursdóttir og Snorri goði, eftir víg Bolla, og þar hitti Þórður kakali Sighvatsson (1210 – 1256) menn sína 8. ágúst 1243 áður en þeir riðu að Hvammi í Vatnsdal og vógu Mörð Eiríksson, þann er fór að Sighvati í Örlygsstaðabardaga.

Þröstur Guðmundsson
bottom of page